Þessa skemmtilegu mynd sendi okkur Einar á Brúnum í Eyjafirði , en hún er af Auð í landi Grýtu þar sem hann sinnti Norðlenskum hryssum í sumar. Það er ekki hægt að kvarta yfir haganum, hann bókstaflega veður grasið í kvið, enda var fyljunarárangurinn góður.