Á þessum árstíma er bóndinn svolítið á faraldsfæti, 10.-14. apríl fór hann á námskeið í Wurtz í Þýskalandi, siðan var kynbótasýning í Herning í Danmörku 21.-24. apríl og kynbótasýning á Lipperthof í Þýskalandi 14.-16. mai. Allar þessar ferðir lengdust í annan endann, aðallega vegna öskuskýs, meðal annars tók 40 tíma að komast heim frá Herning.
Um næstu helgi liggur leiðin vestur um haf til Bandaríkjanna og vonandi verður allt flug með eðlilegum hætti þá.