Nýja árið / The New Year

Þá eru jólin og áramótin liðin og allt að færast í hverdagslegt horf. Öll hross úti komin á gjöf og fjölgar ört í hesthúsinu. Tamningamaðurinn Guðmundur Ólafsson kominn til okkar aftur eftir að hafa verið í Steinsholti hjá Jakobi í haust.

Tveir stóðhestar eru komnir á járn, þeir Leiftri og Geisli. Nokkur tryppi í frumtamningu og áframhaldandi þjálfun undan hestunum okkar, Bjarma, Auð og Leiftra.

Fimm systkini undan Auðnu eru komin í Steinsholt. Bræðurnir Auður, Alur og Asi , og svo systurnar Alma undan Bjarma og Aldís undan Dyn frá Hvammi. Öll stefna þau í keppnir og/eða dóm á árinu.

Sigbjörn haltrar enn um á hækjum eftir fótbrot fyrir tveimur mánuðum, en vonir standa til að úr rætist og hann verði kominn á skrið í næsta mánuði.

////////

Christmas and new year’s are over and things are moving back to their regular pace. All horses outside on feed and rapidly increasing in the stable. The trainer Guðmundur Ólafsson is back after staying in Steinsholt with Jakob in the fall.

Two stallions have been shoed, Leiftri and Geisli. A few colts are in the early stages of taming and training  from our horses, Bjarmi, Audur and Leiftri.

Five siblings from Audna are in Steinsholt. The brothers Audur, Alur and Asi, and the sisters Alma of Bjarmi and Aldis from Dynur from Hvammi. They are all headed for competitions and/or judging later this year.

Sigbjorn is still limping around on crutches after breaking his leg two months ago, but hopes are high that he’ll be back on both legs next month.