Hún Sóley okkar er farin yfir í veiðilöndin eilífu. Hún var 22 vetra. Hún var mikill og eftirminnilegur karakter. Hún kom fram á fjórðungsmóti á Vesturlandi árið 1997 þar sem hún stóð efst í flokki 7 vetra og eldri hryssna og var jafnframt hæst dæmda hryssa landsins það ár. Fékk 8.20 fyrir byggingu og 8.41 fyrir hæfileika. Hún var ekki mjög frjósöm en skilaði okkur þó sex lifandi afkvæmum. Í hrossapestinni árið 1998 átti hún andvana tvíbura. Elsti sonur hennar er Mosi, hann var geltur fimm vetra og eru til nokkur afkvæmi undan honum víðs vegar um landið. Flétta er ósýnd hryssa sem hefur verið í folaldseignum hjá okkur síðustu ár. Bjarmi, Leiftri og Geisli eru allir stóðhestar með fyrstu verðlaun og yngst er Dynsdóttirin Sóldögg sem er fjögurra vetra og þrælefnileg. Í stóðinu hjá okkur eru nú þó nokkur efnileg tryppi undan afkvæmum Sóleyjar.
////////
Sóley has passed to the great beyond. She saw 22 winters. She was a great and memorable character. She appeared at the fjórðungsmót in west Iceland in 1997 where she came out first in the category of mares 7 winters and older, and was furthermore the highest ranking mare in the country that year. She got 8.20 for conformation and 8.41 for rideability. She wasn’t particularly fertile, but still delivered six living offspring. In the horse flu of 1998 she foaled stillbirth twins. Her oldest son is Mosi, he was gelded at five winters but still has a number of offspring around the country. Flétta is a mare which hasn’t been shown, she’s been foaling with us for the past few years. Bjarmi, Leiftri and Geisli are all first prize stallions, and youngest is the daughter of Dynur, Sóldögg, who is four winters and shows great promise. In our pack this year we have a number of promising young horses descended from Sóley’s offspring.