Þá er kynbótasýningum lokið þetta vor og líka úrtökum fyrir landsmót. Alur mun keppa í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri, en Asi fer í gæðingakeppni. Tvær fimm vetra hryssur frá okkur voru sýndar í síðustu viku á Miðfossum. Aldís undan Dyn frá Hvammi og Auðnu fór í 8,03 fyrir byggingu og 7,83 fyrir kosti, aðaleink. 7,91. Sóldögg er einnig undan Dyn og móðirin er Sóley. Hún fékk 8,28 fyrir byggingu og 7,55 fyrir kosti. Aðaleinkunn 7,84. Fínir dómar fyrir fimm vetra hryssur, sem ekki sýndu skeið. Sýnendur voru Jakob og Torunn í Steinsholti.
//////
Breeding shows are over this spring, and also finals for Landsmot. Alur will compete in the class of 7 year old stallions and older, but Asi goes to the Gaedingakeppni. Two five year old mares from us were shown last week at Midfossar. Aldis from Dynur from Hvammi and Audna received 8.03 for conformation and 7.83 for rideability, total of 7.91. Soldogg is also a daughter of Dynur and the mother is Soley. She received 8.28 for conformation and 7.55 for rideability, total 7.84. Fine marks for five year old mares which didn’t display pace. They were shown by Jakob and Torunn in Stensholt.