Nú er búið að uppfæra síðuna okkar og munum við setja inn fréttir af hrossunum okkar eftir því sem tilefni gefst til.
Allir stóðhestar eru komnir heim eftir gott sumar, voru allir í hryssum nema Leiftri. Hann keppti í B flokki á fjórðungsmótinu og stóð sig nokkuð vel, komst í b-úrslit hjá Marjolijn Tiepen. Eftir mótið fór hann til Birnu Tryggvadóttur á Stað sem keppti líka á honum, m.a. á íþróttamóti Dreyra þar sem hann komst í b-úrslit í fjórgangi.
Birna er einnig með alhliða hryssu frá okkur, Brá 6 vetra, sem er undan Dyn frá Hvammi og Brönu Galdursdóttur. Brá kom líka býsna vel út úr keppnum sumarsins.
Alur er nýfarinn í þjálfun til Jakobs Sigurðssonar. Hjá honum er líka Alma, þriggja vetra hryssa undan Auðnu og Bjarma, alsystir Asa.