Frumtamningar

o

Síðustu vikur hafa fjórar hryssur undan Auð verið hér í frumtamningu. Þrjár þeirra eru í eigu Antons Ottesen á Ytra Hólmi, en eina á Þóra Jónsdóttir í Reykjavík.
Það er nokkur eftirvænting í gangi þar sem þetta eru fyrstu afkvæmi Auðs sem komast á tamningaraldur. Þær eru allar á fjórða vetri. Allt gengur eðlilega, þær eru jákvæðar og yfirvegaðar, hreyfingamiklar og stutt í gang. Á myndinni er ungur tamningamaður, Guðmundur Ólafsson á Öskju frá Ytra-Hólmi.