Jakob og Alur tóku þátt í slaktaumatölti á Íslandsmóti í hestaíþróttum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Þeir urðu Íslandsmeistarar með hæstu einkunn sem gefin hefur verið 8.83.
Author Archives: lundar
Abraham á Stóra Kroppi
Við fórum að skoða Vilmundarsoninn Abraham í dag þar sem hann sinnir hryssum á Stóra Kroppi. Þessi tveggja vetra foli hefur stækkað mikið í sumar og er mjög þroskaður miðað við aldur.
Fjórði bróðirinn
Alur og Jakob gerðu góða ferð á Fákaflug í Skagafirði um helgina. Alur var sýndur í kynbótadómi og stóð þar efstur í 6 vetra flokki með lokaeinkunnina 8.25. Þar með eru fjórir elstu synir Auðnu frá Höfða komnir í fyrstu verðlaun. Meðaltal byggingar þeirra er 8,36, meðaltal hæfileika 8,37 og meðaltal aðaleinkunna 8,36. Þeir bræður …
Auðna köstuð
Mánudaginn 5. júlí kastaði Auðna brúnni hryssu undan Kappa frá Kommu. Ánægjan er mikil að fá hryssu því hlutföllin í afkvæmahóp hennar voru sex hestar á móti tveimur hryssum.
Geisli
Hann Geisli var sýndur í síðustu viku í Víðidalnum. Sýningin tókst vel og hann hækkaði bæði í byggingu og hæfileikum frá í fyrra. Lokatölur eru 8.22 fyrir byggingu og 8.01 fyrir hæfieika. Aðaleinkunn 8.10.
Folöld
Folöldin eru seint á ferðinni hjá okkur í ár, sem skrifast á fjórðungsmótið. Þó eru hér komin þrjú, bleikstjörnótt hryssa undan Asa og Tinnu frá Útverkum, rauðblesóttur hestur undan Al og Brönu Galdursdóttur og í dag fæddist rauðnösótt hryssa undan Al og Fléttu sem er undan Sóleyju okkar og Loga frá Skarði.
Asi fer í Eyjafjörð
Í gær brunuðum við í Eyjafjörðinn með Asa en hann verður þar í umsjá Kálfagerðishjónanna Huldu og Ágústs. Hægt er að bæta inn á hann fáeinum hryssum, ef einhvern langar í folöld undan þessum sterkættaða og hátt dæmda hesti.
Auður
Hann Auður fer daglega í göngutúr með Guðmundi til að þjálfa upp fótinn. Honum er ekki leyft að sletta úr klaufunum ennþá þótt hann langi mikið til þess.
Hestapest
Síðustu vikur hefur hestasóttin greinst hjá okkur eins og víða annars staðar, og nú eru öll hrossin komin í frí. Engin eru þó alvarlega veik og einungis fá hafa fengið lítilsháttar hósta. Ekkert er hægt að gera annað en bíða eftir að hún gangi yfir, og vona að fylfullu hryssurnar og folöldin þeirra sleppi vel …
Ferðalög – aska
Á þessum árstíma er bóndinn svolítið á faraldsfæti, 10.-14. apríl fór hann á námskeið í Wurtz í Þýskalandi, siðan var kynbótasýning í Herning í Danmörku 21.-24. apríl og kynbótasýning á Lipperthof í Þýskalandi 14.-16. mai. Allar þessar ferðir lengdust í annan endann, aðallega vegna öskuskýs, meðal annars tók 40 tíma að komast heim frá Herning. …