Abraham Vilmundarson / Abraham son of Vilmundur

Abraham er fimmti sonur Auðnu frá Höfða.Hann er undan Vilmundi frá Feti og er brúnn á fjórða vetri. Síðastliðið vor fæddust undan honum um 25 folöld og von er á svipuðum fjölda í vor, en hann var notaður í Eyjafirði síðastliðið sumar. Við eigum fjögur folöld undan honum, þau eru öll hlutfallarétt, sjálfberandi og eðlistöltgeng. …

Arður

Arður er átta vetra sonur Auðnu frá Höfða og Skorra frá Gunnarsholti. Hann kom fram á landsmóti árið 2008 og hlaut þá 8.28 fyrir byggingu og 8.39 fyrir kosti. Það ár var hann seldur til Svíþjóðar og hefur verið að standa sig vel í sportinu. Hann verður einn af fulltrúum Svíþjóðar á Heimsmeistaramótinu í Austurríki …

Sóley

Hún Sóley okkar er farin yfir í veiðilöndin eilífu. Hún var 22 vetra. Hún var mikill og eftirminnilegur karakter. Hún kom fram á fjórðungsmóti á Vesturlandi árið 1997 þar sem hún stóð efst í flokki 7 vetra og eldri hryssna og var jafnframt hæst dæmda hryssa landsins það ár. Fékk 8.20 fyrir byggingu og 8.41 …

Bræður sinna hryssum / Brothers Tend to Mares

Bræðurnir Alur og Asi áttu góðan dag á Íslandsmótinu í dag. Voru báðir í úrslitum, Alur í slaktaumatölti þar sem hann var efstur ásamt Ósk frá Þingnesi, en Ósk var dæmt fyrsta sætið. Asi keppti í fjórgangi og endaði í sjötta sæti. Nú fara þeir báðir í girðingar. Folatollurinn er á aðeins 75 þús með …

Asi á landsmóti / Asi in the Championship

Asi var eini hesturinn sem við áttum á Landsmóti þetta árið. Hann endaði í tíunda sæti í flokki 6 vetra stóðhesta, eini skeiðlausi hesturinn af tíu efstu. Hann fetaði þar í fótspor bræðra sinna Auðs og Arðs, en þeir lentu báðir í tíunda sæti hvor í sínum flokki á landsmótinu 2008. Þessa mynd tók hún …

Íslandsmeistarinn Alur / Alur the Icelandic Champion

Alur verður á keppnisvellinum í sumar. Hann er skráður á gullmót um næstu helgi. Svo er stefnan tekin á Íslandsmót í hestaíþróttum og eftir það er hann til í að sinna hryssum. //////// Alur will be on the competition field this summer. He’s registered for a gold match next weekend. Then he’s headed for Icelandic …