Abraham Vilmundarson / Abraham son of Vilmundur

Abraham er fimmti sonur Auðnu frá Höfða.Hann er undan Vilmundi frá Feti og er brúnn á fjórða vetri. Síðastliðið vor fæddust undan honum um 25 folöld og von er á svipuðum fjölda í vor, en hann var notaður í Eyjafirði síðastliðið sumar. Við eigum fjögur folöld undan honum, þau eru öll hlutfallarétt, sjálfberandi og eðlistöltgeng.

Hann var frumtaminn í haust í Steinsholti og er nú kominn þangað aftur. Hann minnir um margt á eldri bræður sína, sérstaklega Arð, flugnæmur, viljugur en samt yfirvegaður. Eðlistöltgengur.

Myndir af nokkrum afkvæmum hans má sjá á Flickr síðunni.

////////

Abraham is the fifth son of Auðna from Höfði. He is of Vilmundur from Fet and is brown on his fourth year. Last spring 25 foals of him were born, and we expect a similar amount this spring, but he was used in Eyjafjordur last summer. We have four foals of him, they’re all proportionally correct, self-carrying and have natural tölt.

He was tamed last fall in Steinsholt and is back there now. He is reminiscent of his older brothers, especially Ardur, very sensitive, willing but tempered. Natural tölt.

There are a few photos of his offspring on the Flickr page.

Haust / Autumn

Það er komið haust . Hver lægðin af annarri stefnir á landið með tilheyrandi úrhellisrigningu.

Farfuglarnir eru horfnir og með þeim fór tamningamaðurinn okkar, hann Guðmundur. Hann fór ekki jafn langt og þeir, aðeins út í Steinsholt þar sem hann ætlar að vinna við frumtamningar næstu vikurnar.

Í haust voru tekin inn sjö þriggja vetra tryppi og frumtamin í þrjár vikur. Þrjú undan Al, tvö undan Leiftra, eitt undan Bjarma og eitt undan Glotta frá Sveinatungu.

Einnig voru fjórir fjögurra vetra Leiftrasynir gerðir reiðfærir. Leiftraafkvæmin lofa mjög góðu, eru myndarleg og með góðan karakter.

Allir stóðhestar eru komnir heim eftir að hafa sinnt hryssum á Norður – , Suður- og Vesturlandi.

Leiftri og Geisli eru notaðir í Reiðmanninum þar sem Sigbjörn og Guðmundur eru nemendur.

Allar hryssur nema ein eru komnar heim, flestar með staðfest fyl. Bjarma- og Auðnudóttirin Alma er enn hjá Orra frá Þúfu og nú krossum við bara fingur og vonumst eftir jákvæðum fréttum næst þegar sónað verður. Auðna og Brana eru fylfullar við Þristi frá Feti, Litla Jörp frá Bjalla var hjá Leikni frá Vakurstöðum, Lipurtá hjá Auð, Tinna frá Útverkum og Iða frá Höfða voru hjá Asa, Flétta hjá Al og Gríma sem er fósturmóðir norður í Laxárdal fór undir Vita frá Kagaðarhóli.

Vimundar- og Auðnusonurinn Abraham þriggja vetra er kominn í frumtamningu í Steinsholt og fer vel af stað, yfirvegaður og næmur.

Næstu vikur munu fara mest í ýmsa útivinnu , svo sem skítkeyrslu og reiðvegagerð auk viðhalds og þrifa á útihúsum.

////////

Autumn is here. A series of low pressure points head for the country with heavy rains.

The birds have migrated, and along with them Gudmundur, our horse tamer. He didn’t go as far as the birds, only to Steinsholt where he will work on startup training during the next few weeks.

This autumn we took in seven three year old horses and tamed them for three weeks. Three are from Alur, two Leiftri, one Bjarmi, and one from Glotti from Sveinatunga.

Four four year old sons of Leiftri were also made rideable. Leiftri’s offsprings are very promising, handsome and of good character.

All the stallions are home after serving  mares in the North, South and West parts of the country.

Leiftri and Geisli are used in Reidmadurinn, a course where Sigbjorn and Gudmundur are students.

Aller mares except one are home, most confirmed with foals. Alma, daughter of Bjarmi and Audna, is still with Orri from Thufa, and now we keep our fingers crossed, hoping for good news after the next sonar. Audna and Brana have conceived from Thristur from Fet, Litla Jorp from Bjalli was with Leiknir from Vakurstadir, Lipurta with Audur, Tinna from Utverk and Ida from Hofdi with Asi, Fletta with Alur and Grima, who is a foster mother up north in Laxardalur, went under Viti from Kagadarholl.

The three year old Abraham, son of Vilmundur and Audna, is in startup training in Steinsholt and is doing well, calm and responsive.

The next few weeks will mostly involve various outdoor work, such as transporting manure and making riding paths, along with maintaining and cleaning stables etc.

Folöld / Foals

Þá eru allar hryssur kastaðar hjá okkur. Við fengum sex folöld og kynjahlutfallið var hagstætt, 5 hryssur og einn hestur. Eitt er undan Asa okkar, eitt er undan Orra frá Þúfu en hin eru undan Vilmundarsyninum okkar, honum Abraham.

Síðasta folaldið sem fæddist var eitthvað bágborið, það komst aldrei á spena og dó sólarhringsgamalt þrátt fyrir að við gerðum allt sem hægt var til að hjálpa því. Fjórum dögum síðar dó hryssa frá folaldi norður í Húnavatnssýslu. Við fréttum af því og skutluðum hryssunni, henni Grímu norður og það tókst vel að koma þeim saman. Nú spókar hún sig í Laxárdalnum og mjólkar litlum hesti sem heitir Brattur.

////////

All mares have foaled. We got six foals and the gender ration was advantageous, 5 females and one male. One is from our own Asi, one from Orri from Þúfa, but the others are from our son of Vilmundur, Abraham.

The las foal was somewhat sickly, it never reached its mothers teat, and died 24 hour old despite our best attempts to aid it. Four days later a mare died foaling north in Húnavatnssýsla. We heard of it and sent the mare, Gríma, north, and fortunately she took to the foal. She now prances around Laxárdalur and nurses a little foal called Brattur.

Arður

Arður er átta vetra sonur Auðnu frá Höfða og Skorra frá Gunnarsholti. Hann kom fram á landsmóti árið 2008 og hlaut þá 8.28 fyrir byggingu og 8.39 fyrir kosti. Það ár var hann seldur til Svíþjóðar og hefur verið að standa sig vel í sportinu.
Hann verður einn af fulltrúum Svíþjóðar á Heimsmeistaramótinu í Austurríki ásamt þjálfara sínum Ninu Keskitalo.

////////

Arður is the 8 winter son of Auðna from Höfði and Skorri from Gunnarsholt. He appeared at landsmót in 2008 and received 8.28 for conformation and 8.39 for rideability. That same year he was sold to Sweden and has been doing well in equine sports.

He will be one of Sweden’s representatives in the World Championship in Austria this year along with his coach Nina Keskitalo.

Sóley

Hún Sóley okkar er farin yfir í veiðilöndin eilífu. Hún var 22 vetra. Hún var mikill og eftirminnilegur karakter. Hún kom fram á fjórðungsmóti á Vesturlandi árið 1997 þar sem hún stóð efst í flokki 7 vetra og eldri hryssna og var jafnframt hæst dæmda hryssa landsins það ár. Fékk 8.20 fyrir byggingu og 8.41 fyrir hæfileika. Hún var ekki mjög frjósöm en skilaði okkur þó sex lifandi afkvæmum. Í hrossapestinni árið 1998 átti hún andvana tvíbura. Elsti sonur hennar er Mosi, hann var geltur fimm vetra og eru til nokkur afkvæmi undan honum víðs vegar um landið. Flétta er ósýnd hryssa sem hefur verið í folaldseignum hjá okkur síðustu ár. Bjarmi, Leiftri og Geisli eru allir stóðhestar með fyrstu verðlaun og yngst er Dynsdóttirin Sóldögg sem er fjögurra vetra og þrælefnileg. Í stóðinu hjá okkur eru nú þó nokkur efnileg tryppi undan afkvæmum Sóleyjar.

////////

Sóley has passed to the great beyond. She saw 22 winters. She was a great and memorable character. She appeared at the fjórðungsmót in west Iceland in 1997 where she came out first in the category of mares 7 winters and older, and was furthermore the highest ranking mare in the country that year. She got 8.20 for conformation and 8.41 for rideability. She wasn’t particularly fertile, but still delivered six living offspring. In the horse flu of 1998 she foaled stillbirth twins. Her oldest son is Mosi, he was gelded at five winters but still has a number of offspring around the country. Flétta is a mare which hasn’t been shown, she’s been foaling with us for the past few years. Bjarmi, Leiftri and Geisli are all first prize stallions, and youngest is the daughter of Dynur, Sóldögg, who is four winters and shows great promise. In our pack this year we have a number of promising young horses descended from Sóley’s offspring.

Bræður sinna hryssum / Brothers Tend to Mares

Bræðurnir Alur og Asi áttu góðan dag á Íslandsmótinu í dag. Voru báðir í úrslitum, Alur í slaktaumatölti þar sem hann var efstur ásamt Ósk frá Þingnesi, en Ósk var dæmt fyrsta sætið. Asi keppti í fjórgangi og endaði í sjötta sæti.
Nú fara þeir báðir í girðingar. Folatollurinn er á aðeins 75 þús með öllu.

////////

The brothers Alur and Asi had a good day at the Icelandic Match today. Both reached the finals, Alur in loose reins tölt where he reigned supreme with Ósk from Þingnes, but Ósk got first place. Asi competed in four gait and finished seventh. Now both will go to enclosures. Foal toll is only kr. 75.000 ISK including everything.

Íþróttamót / Sports Match

Asi og Alur eru báðir skráðir til leiks á Íslandsmóti í hestaíþróttum, sem hefst á morgun. Asi í fjórgangi og Alur í fimmgangi og slaktaumatölti.
Að því loknu fer Asi í girðingu á Stóra Kroppi í Reykholtsdal en Alur verður heima á Lundum.
Þessa mynd tók hún Hulda Geirsdóttir af Asa á landsmótinu.

////////

Asi and Alur are both registered for the Icelandic Match in Equine Sports, which starts tomorrow. Asi in four gait and Alur in five gait and loose reins tölt.

After that, Asi will be in enclosure at Stóri Kroppur in Reykholtsdalur, but Alur will be home at Lundar.

The photo is of Asi at the championship (Landsmót) and was taken by Hulda Geirsdóttir.

Asi á landsmóti / Asi in the Championship

Asi var eini hesturinn sem við áttum á Landsmóti þetta árið. Hann endaði í tíunda sæti í flokki 6 vetra stóðhesta, eini skeiðlausi hesturinn af tíu efstu.
Hann fetaði þar í fótspor bræðra sinna Auðs og Arðs, en þeir lentu báðir í tíunda sæti hvor í sínum flokki á landsmótinu 2008.
Þessa mynd tók hún Lisbeth á Skeiðvöllum.

////////

Asi was the only horse we had at the championship this year. He came in tenth place in the 6 winter stallions category, the only horse without pace of the top ten. He followed in his brothers’, Auður and Arður’s, footsteps, both of which came in tenth place, each in their respective categories on the 2008 championship.

The photo was taken by Lisbeth from Skeiðvellir.

Íslandsmeistarinn Alur / Alur the Icelandic Champion

Alur verður á keppnisvellinum í sumar. Hann er skráður á gullmót um næstu helgi. Svo er stefnan tekin á Íslandsmót í hestaíþróttum og eftir það er hann til í að sinna hryssum.

////////

Alur will be on the competition field this summer. He’s registered for a gold match next weekend. Then he’s headed for Icelandic Championship in equine sports, and after that he will be tending to mares.